ANDRI ICELAND
Árangur starfs okkar
Á síðastliðnum árum höfum við orðið vitni að þúsundum dæma um umbreytandi lífsreynslu fólks frá ólíkum hornum þjóðfélagsins. Þar segir frá t.d. áratugalangri samleið með langvinnum verkjum sem minnkuðu og tækifæri gafst til að lifa venjulegu lífi á ný, skjótari bata eftir aðgerð, ofnæmi sem dvínaði, fíkn sem sigrast var á, störf hafin á ný eftir áralanga baráttu við kulnun og þunglyndi, að geta farið í göngutúra á ný, sérsveitarlögreglumaður sem lærði bætta sjálfstjórn á álagstímum, sálfræðingur sem var nálægt kulnun en snéri við blaðinu, rólegri og betri foreldrar, og að lifa endastig krabbameins til fullnustu án þess að þurfa að taka öll verkjalyfin. Þetta eru aðeins fáein dæmi af þeim lífreynslusögum sem við höfum heyrt í áranna rás.
Markmið okkar er að hver einstaklingur sem kemur til okkar fari frá okkur með tækni og þekkingu til að líða betur en áður en þau komu til okkar. Það er sama þó það fjalli um að sá fræjum, fjarlægja illgresi eða sjá blómstrandi tré með sterkar rætur. Allt þetta er drifkraftur starfs okkar. Við viljum hjálpa eins mörgum og við getum við að tengjast sjálfum sér á ný eftir að hafa villst af leið eða grafið hefur verið undan þeim. Auk þess veitum við fyrirbyggjandi aðferðir til að forðast slíkt eða forðast að það gerist aftur. Með því leggjum við okkar að mörkum til þjóðfélags þar sem færri þurfa að vera í veikindaleyfi, lifa við vanmátt eða án tengingar við sjálfa/n sig.
Öruggt rými aðstoðar þjóðfélagið við sjálfsumönnun sem er að skapa sér sess í heilbrigðiskerfi framtíðar vegna þess að það lækkar kostnað við heilbrigðiskerfið og styður við bakið á virku samfélagi og sterku hagkerfi.
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, heilsu- og vellíðunarþjálfunarstöðvar sem beitir krafti kuldameðferðar, öndunaræfinga, hitameðferðar og hugarorku, ásamt öðrum vísindalega sönnuðum aðferðum. Með faglega þjálfun og viðurkenningar frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Lifestyle Medicine og Mind-Body aðferðra.
Hjá ANDRI ICELAND eru þættirnir kuldi, hiti, öndun og hugur sameinaðir til að styrkja náttúrulegar varnir, bæta efnaskipti og ná jafnvægi milli líkama og huga. Þessi heildstæða nálgun hentar öllum, hvort sem er fyrir þá sem vilja vinna gegn nútíma lífsstílssjúkdómum eða þá sem leitast við að ná hámarks heilsu og vellíðan. Með því að efla vellíðan eins og náttúran ætlaði, er unnið að því að opna fyrir fullan mannlegan möguleika.
Auk ýmis konar þjálfunar hefur Andri öðlast eftirfarandi viðurkenningar:
-
Health & Personal Development Coach
-
Level 2 Wim Hof Method Certified Instructor
-
Oxygen Advantage Certified Instructor
-
XPT Certified Coach
-
Buteyko Clinic International certified Instructor
-
Thermalist method Certified Instructor
Áhersla í minni vinnu er STREITA. Að kenna einfalda en kraftmikla tækni til þess að vinna og vera í lagi í streituvaldandi aðstæðum. Að læra að halda skýrum fókus án þess að leyfa aðstæðunum að taka stjórnina. Að yfirfæra þá iðkun yfir á þitt daglega líf.
STREITA er beintengd ónæmiskerfinu þínu og alhliða andlegri og líkamlegri vellíðan. Það er kominn tími til að endurheimta kraftinn þinn!