top of page

Fitubrennsla

Fitubrennsla

Kuldi | Öndunartækni | Hreyfing

 

Kuldi og öndunartækni hafa marga þekkta heilsufarsbætandi eiginleika. Einn af „ávinningum“ þess að vinna með kælingu og öndunartækni sem sjaldan er talað um er fitubrennsla.

 

Hinar 2 þekktu undirstöður fitubrennslu eru næring og hreyfing. Á þessu námskeiði munum við einbeita okkur að þeirri þriðju: hitamyndun. Notkun kælingar, hitastýringu, til þess að losna við aukafitu.

Líkaminn losar sig við fitu með 3 leiðum: þvagláti, svita og öndun. Mest af fitunni er losuð í gegnum lungun sem koltvísýringur. Við munum einnig vinna með gagnreyndar öndunaraðferðir til að auka efnaskipti, stjórna streitu, sofa betur og koma á jafnvægi á ný.

 

Andri missti 30 aukakíló eftir að hann fór að nota þessar aðferðir og mun hann leiða ykkur í gegnum þær á þessu fitubrennslunámskeiði.

.

Á þessu námskeiði lærir þú:

  • Um 3 undirstöður fitubrennslu: Næringu, hreyfingu og hitastýringu

  • Hvernig á að vinna með kælingu til þess að brenna fitu

  • Öndunartækni fyrir hitastýringu, fitubrennslu, orku, andlegt og líkamlegt jafnvægi.

  • Að skilja og meðhöndla streitu. Að byggja upp streituþol.

  • Hreyfingu fyrir bandvefslosun og hitamyndun

  • Um kraft hugans og áhrif á lífeðlisfræði þína Um tengingu huga og líkama

  • Vísindin á bak við iðkunina

  • Valfrjálst: Ævintýri utandyra til þess að æfa í náttúrunni

Fat loss workshop - Fitubrennsla
bottom of page